Hlébarði frá Ketilsstöðum er fimm vetra gamall undan Aron frá Strandarhöfða og Ljónslöpp frá Ketilsstöðum sem hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi síðastliðið haust. Ljónslöpp er undan Oddi frá Selfossi og Snekkju frá Ketilsstöðum en ættir Snekkju eru raktar í greininni um Ljóna bróðir hans.Oddur frá Selfossi er undan Kjarval frá Sauðarkróki og Leiru frá Þingdal og man ég eftir að hafa séð Leiru í reið einu sinni en hún var fallega geng og viljug alhliðahryssa , hún var með 1 verðlaun og heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Aron frá Strandarhöfða er með 8,22 fyrir sköpulag, 8,75 fyrir hæfileika, þ.a 9,5 fyrir tölt og fegurð í reið, samtals 8,54 og 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Móðir hans er Yrsa frá Skjálg og faðir hans er Óður frá Brún, en Óður á ættir sinar að rekja til m.a Ófeigs frá Flugumýri, Stígs frá Kjartansstöðum, Náttfara frá Ytra Dalsgerði og Sörla frá Sauðarkróki. Yrsa frá Skjálg er undan Skör frá Skjálg sem er undan Skarða frá Skörðugili sem siðan var undan Kul frá Eyrarbakka.En Skarði og Kulur voru vígaflottir klárhestar með tölti.
Hlébarði er laus til leigu í sumar, en eins og er í húsnotkun hjá okkur í Syðri Gegnishólum.
Bergur s.8954417 og Olil 8972935.
Sköpulag: 8,0 8,0 8,0 8,0 8,5 7,0 8,5 9,0 8,11
Hæfileika: 9,0 8,0 7,5 8,0 8,0 8,5 9,0 9,0 8,5 8,32 Aðaleinkunn: 8,24
117 stig i kynbótamat.