Ljónslöpp eignaðist gullfallegt hestfolald í fyrradag, en faðir þess er hann Álffinnur okkar. Hann klikkaði auðvitað ekki á litnum núna heldur, en sá stutti er auðvitað rauðskjóttur eins og hann Ljóni bróðir hans en þeir eru 3/4 bræður.
Mér finnst athyglivert hvað folöldin hans eru vel skjótt, hvítar framfætur u.þ.b. upp að hnjám, annars frekar lítið hvítt og lituð læri ( : engin hvit ( gul) læri til að þvo. Engar breiðar blesur, heldur finnst mér skjótti liturinn á þessum fjórum folöldum sem eru fædd hjá okkur vera þeim til prýði. Vonandi heldur þetta áfram svona.