Við fórum á Hellu í dag að skoða kynbótahross, bara svona í gamni, en verð nú að viðurkenna að við vorum búin að frétta af því að það ætti að sýna nokkra hesta sem okkur langaði að sjá. Auðvitað fórum við ekkert heim strax þegar hollinu lauk heldur vorum við þarna allan daginn, enda ekki leiðinlegt því þarna kom fram þó nokkuð af góðum hestum sem gaman var að horfa á. Á meðan við vorum þarna sáum við Álfasteinssoninn Sporð frá Bergi en hann er 5 v. gamall og fékk hann 8,24 í aðaleinkunn. Hann var flottur og mjög efnilegur alhliðahestur, en fyrr í dag var sýndur annar Álfasteinssonur en það var Glitnir frá Eikarbrekku, sem er 4 v.og fékk 8,08 aðaleinkunn.
Eins og staðan er í dag er hann með 17 sýnd afkvæmi, þar af eru tíu með 8,0 eða hærra og hæðstur þeirra allra er Brimnir 5 v. frá Ketilsstöðum með 8,45. Fjögur hross eru með 7,90-8.00, en aðeins þrjú með lægra og lægst þeirra er 5 v hryssan Fjóla frá Holtsmúla með 7, 29.
Meðaleinkunn sautján sýndra afkvæma er 8,01 og er ekki hægt að segja annað enn að sú útkoma sé glæsileg.
Brimnir frá Ketilsstððum, aðaleink.8,45
Mynd : Gangmyllan. |
Sporður frá Bergi, 5v. aðaleink.8,24 Knapi: Daniel Jónsson. Mynd: Kolbrún Grétarsdóttir. |