Muska frá Stangarholti er líka farin úr ræktun en hún drapst í fyrra aðeins 15 vetra gömul,hún varð fyrir því að eitthvað stakkst í gegn um bógblaðið og virtist hún ná sér að fullu eftir það en seinna um veturinn datt hún dauð niður og vitum við enga skyringu á því. Hún var dóttir Muggu frá Kleifum sem ég skrifaði um hér i greinini á undan, faðir hennar var Frama frá Bakka, en Frami er undan Létti frá Sauðarkróki og svo er hann sammæðra Baldri frá Bakka, undan Söndru frá sama bæ. Muska var með 7,79 í kynbótadóm, um 8,5 fyrir flest atriði í hæfileikum. Hún var sýnd sem klárhryssa en bjó yfir einhverju skeiði, sem kemur ágætlega fram í mörgum af hennar afkvæmum. Muska var með jafnar og góðar gangtegundir og eins og móðir hennar var hún með skemmtilegt tölt, táhreint og auðveld og sjálfberandi.
Muska eignaðist tíu afkvæmi átta hestar og tvær hryssur. Eins og er, er búið að fara með fimm þeirra í kynbótadóm, aðaleinkunn þeirrra er 8,08 og fjögur þeirra eru með fyrstu verðlaun. Hryssurnar tvær eru báðar í ræktun hjá okkur, en það eru þær Mylla og Gráhildur. Mylla var tamin á fimmta vetur, fór í fyrstu verðlaun og lenti í sjötta sæti í fimm vetra flokki á LM´02 með 8,15. í aðaleinkunn. Gráhildur var tamin og synd fjögurra og fimm vetra og endaði með 8,12 í aðaleinkunn. Gormur sonur hennar er með 8,22 í aðaleinkunn, jafn fyrir byggingu og hæfileika og var í úrslitum í B flokki á síðastliðnu landsmóti, Magni var að fara til Swiss og Monsi er að byrja í keppni í Noregi.
Það er eftirsjá í Musku úr ræktun, afkvæmin hennar sem eru tamin, eru öll skemmtileg, flest auðsveip, ganghrein, með auðvelt og hreint tölt og mörg þeirra vel prúð. Yngsta afkvæmið hennar er stór og myndarlegur tveggja vetra foli undan Álfasteini, en hann er með henni á myndinni og þótt ótrúlegt sé, virðist þetta vera eina myndin sem til er af Musku.
Mergur og sigurður V. Mattiasson | Gormur og Olil Amble |
Magni og Bergur Jónsson | Gráhildur og Olil Amble |
Monsi og Iselin Stöyen | Mylla og Álffinnssonur´10 |