Smá hlé frá fréttafluttningi af Landsmótinu, því við vorum að fá þær skemmtilegu fréttir að Iselin Stöylen og Monsi frá Selfossi urðu Noregsmeistarar í 4 gangi unglinga um helgina og í þriðja sæti í tölti. Monsi er sonur Musku frá Stangarholti og Suðra frá Holtsmúla og er 10 vetra gamall. Iselin keypti Monsa hér hjá okkur fyrir nokkrum árum og eru hún og Monsi búin að vera undir handleiðslu Freyju dóttur minnar síðan. Leið þeirra hefur legið stöðugt upp á við og nældu þau sér síðan í þennan eftirsótta titil um hegina. Við óskum Iselin, Monsa og Freyju innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Iselin Stöylen og Monsi frá Selfossi NM 2012 Myndir: Geir Stöylen