Vegna þess að mikið er spurt um hann Álffinn okkar hef ég sett hann inn á heimasíðuna undir stóðhesta, en venjulega höfum við beðið með það þangað til að búið er að dæma þá.
Fyrir þá sem ekki vita er Álffinnur á fjórða vetri undan Orra frá Þúfu og Álfadísi frá Selfossi, hann er brúnskjóttur að lit og albróðir Álfs frá Selfossi, sem líklega skyrir væntingarnar sem gerðar eru til hans.
Tveggja vetra gamalan notuðum við hann á nær allar hryssurnar okkar og eigum við þrettán folöld undan honum en alls eru til fimmtán folöld. Eins og er eigumvið til myndir af ellefu þeirra en ekki er óliklegt að við finnum fleiri.
Mikill áhugi er á að nota hann og er um að gera fyrir þá sem áhúga hafa á því að skoða myndirnar af honum og afkvæmum hans.
Af Álffinnni er mikið gott að frétta, hann temst vel, er alhliðahestur með vel aðskildar og góðar gangtegundir og frábært geðslag og vilja. Hann stenst að okkar mati fyllilega þær væntingar sem við gerum til hans.
Í sumar var hann mikið notaður og er von á nær fimmtíu folöldum undan honum á næsta ári.
Í vor verður hann í húsnotkun hér hjá okkur og í sumar verður hann í Landssveitinni í umsjón þeirra Svanhildar og Magnúsar hjá Úrvalshestum.