Hér eru nokkrar myndir af henni Hátign, hún er á fimmta vetur, móðir hennar er Þerna hún er undan Stíg frá Kjartansstöðum en móðir Þernu var Sylgja.Sylgja átti aðeins Þernu áður en hún var seld til Þýskalands, langaamma Sylgju var Ljónslöpp 1817 formóðir allra Ketilsstaðahrossana. Faðir hennar er Dalvar frá Auðsholtshjáleigu og Föðurafi er Keilir frá Miðsitju. Svo eru Garðabæjarhrossin þarna bakvið líka, í gegnum Dalvar, en hann er undan Gyllingu, sem var undan Gloríu frá Hafnarfirði sem aftur var undan Gnótt frá Brautarholti.
Hátign er stór og myndarleg og efnileg alhliðahryssa.
Myndir: Gangmyllan