Þá er komið að því að kynna þriðja Sveins -Hervarssoninn okkar, en það er hann Fálmar. Hann er á fjórða vetur og móðir hans er Þerna. Ættir Þernu er ég nýbuin að rekja þegar ég skrifaði um Hátign en hún er sammæðra Fálmari. Þerna er undan Stig frá Kjartansstöðum og Sylgju en hún var seld til Þýskalands eftir að hún var búin að eiga aðeins þetta eina folald. Langaamma Sylgju var Ljónslöpp 1817 sem hægt er að rekja ættir allar Ketilsstaðahrossa til. Faðir Fálmars er sem áður segir Sveinn-Hervar frá Þúfu, sem er undan Orra frá Þúfu. Alsystir Fálmars er Spes frá Ketilsstöðum, en hún er í ræktun hjá okkur. Hún er klárhryssa með 8,20 í aðaleinkunn þ.a 8,41 fyrir hæfileika 9,0 fyrir flest öll atriði nema 9,5 fyrir hægt stökk og stökk. Fálmar er geðgóður , viljugur og hreyfingamikill klárhestur sem eflaust er efni í mikinn keppnishest.
Fálmar er laus til leigu í sumar.
Myndir: Gangmyllan |