9 apríl var ungfolasýning í Ölfushöllini og er gaman að segja frá því að hestar ættaðir frá okkur stóðu sig vel. Lukku Láki undan Álfi var efstur í tveggja vetra flokknum og Natanssonurinn Veigar frá Sauðholti 2 var þriðji í þriggja vetra flokknum. Áhorfendur völdu siðan vinsælustu folanna of urðu þessir tveir fyrir valinu. Þeir komu síðan fram á stóðhestaveislunni um kvöldið og voru frábærlega flottir báðir tveir. Því miður var hvorki myndavélin eða viðeóvélin með í för, en Jakob og Addý vinir okkar var ekki lengi að redda því, þau komu með folann sinn nokrum dögum seinna, svona tók hann sig út í höllinni hjá okkur.