Þegar við fórum austur með veturgömlu folana, tókum við með okkur nokkra hesta til baka. Einn þeirra var sonur Álfadísar og Keilis, albróðir Álfasteins. Hann er orðin tveggja vetra gamall og bleikblesóttur á lit, sem ætti að vera ægætis innlegg fyrir þá sem finnst nóg vera komið af skjóttu.
Þetta árið verður ekki selt undir hann, þar sem við notum hann sjálf á okkar merar í ár, en á næstu ári verður hægt að halda undir hann.
Við tókum nokkrar myndir af honum heima á Ketilsstöðum og birtum þær hér fyrir neðan.
Uppástungur um nafn á hann eru vel þegnar............
Myndir: Gangmyllan |