Aðaldís var einnig sýnd í 5 vetra flokki á Landsmótinu og hafnaði í sjötta sæti með 8,29 í aðaleinkunn. Aðaldís er dóttir Grýlu frá Stangarholti og Aðals frá Nýja-Bæ. Grýla er dóttir Spurningar frá Kleifum og Kolfinns frá Kjarnholtum. Aðall er undan Adam frá Meðalfelli og Furðu frá Nýja Bæ, en Furða á ættir sínar að rekja til m.a Anga frá Laugarvatni og Ófeigs fra Hvanneyri. Aðaldís er því meira en hálfsystir Álfadísar, því þær eru sammæðra og svo eru feður þeirra feðgar. Aðaldís er mjög efnileg alhliðahryssa og svipar um margt til systur sinnar, Aðaldís verður aftur þjálfun í vetur og stefnan er að mæta með hana aftur á Landsmót að ári. Sköpulag: 8,0 8,0 8,5 8,0 8,0 8,0 8,0 8,0 Samtals 8,04 Hæfileika: 8,5 8,5 8,0 8,5 9,0 8,5 8,0 Samtals 8,46 Hægt tölt 8,0 Hægt stökk 8,0 Aðaleinkunn 8,29 |
Myndir: Gangmyllan