• Olil and Kraflar frá Ketilsstöðum
    Olil and Kraflar frá Ketilsstöðum
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • The queen :) Katla
    The queen :) Katla
  • Julio Borba
    Julio Borba
  • Syðri Gegnishólar
    Syðri Gegnishólar
  • Bergur and Ægir frá Ketilsstöðum
    Bergur and Ægir frá Ketilsstöðum
  • Bergur and Lilja Dís LM 2011
    Bergur and Lilja Dís LM 2011
  • Olil and Védís frá Hellubæ
    Olil and Védís frá Hellubæ
  • Vigdís Finnbogadóttir
    Vigdís Finnbogadóttir
  • Syðri Gegnishólar
    Syðri Gegnishólar
  • Olil and Tíbrá frá Ketilsstöðum
    Olil and Tíbrá frá Ketilsstöðum
  • Álfur frá Selfossi
    Álfur frá Selfossi
  • Syðri Gegnishólar
    Syðri Gegnishólar
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Haukur and Hetta frá Ketilsstöðum
    Haukur and Hetta frá Ketilsstöðum
  • Elin og Frami 2016
    Elin og Frami 2016
  • Beauty in the mist
    Beauty in the mist
  • Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
    Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
  • Christina the owner and Olil the breeder
    Christina the owner and Olil the breeder
  • Bergur and Olil
    Bergur and Olil
  • Bergur and Hugur frá Ketilsstöðum
    Bergur and Hugur frá Ketilsstöðum
  • Bergur and Olil
    Bergur and Olil
  • Jóhannes Stefánsson
    Jóhannes Stefánsson
  • Jón Bergsson
    Jón Bergsson
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Syðri Gegnishólar
    Syðri Gegnishólar
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Bergur and Bylgja frá Ketilsstöðum
    Bergur and Bylgja frá Ketilsstöðum
  • Katla og Bergur
    Katla og Bergur
  • Álfadís and Álfaklettur 2013
    Álfadís and Álfaklettur 2013
  • Álfadís mare of honor 2013
    Álfadís mare of honor 2013
  • Sólrún
    Sólrún
  • Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
    Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
  • Álffinnur frá Syðri Gegnishólum
    Álffinnur frá Syðri Gegnishólum
  • Kira and Brynja
    Kira and Brynja
  • Freyja and Gormur frá Selfossi
    Freyja and Gormur frá Selfossi
  • Haukur and Hetta frá Ketilsstöðum
    Haukur and Hetta frá Ketilsstöðum
  • Sandra and Sirkus frá Syðri Gegnishólum
    Sandra and Sirkus frá Syðri Gegnishólum
  • Kira and Kraflar
    Kira and Kraflar
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Bergur and Olil
    Bergur and Olil
  • Jónatan frá Syðri Gegnishólum
    Jónatan frá Syðri Gegnishólum
  • Natan frá Ketilsstöðum
    Natan frá Ketilsstöðum
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Brynja and Vakar in Piaff
    Brynja and Vakar in Piaff
  • Spurning frá Syðri Gegnishólum
    Spurning frá Syðri Gegnishólum
  • Tesla frá Ketilsstöðum
    Tesla frá Ketilsstöðum
  • Álfur frá Selfossi
    Álfur frá Selfossi
  • Álfarinn frá Syðri Gegnishólum
    Álfarinn frá Syðri Gegnishólum
  • Brynja and Vakar frá Ketilsstöðum
    Brynja and Vakar frá Ketilsstöðum
  • Berglind and Simbi frá Ketilsstöðum
    Berglind and Simbi frá Ketilsstöðum
  • Karen Rós, Álfadís and Olil
    Karen Rós, Álfadís and Olil
  • Álfgrímur frá Syðri Gegnishólum
    Álfgrímur frá Syðri Gegnishólum
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Freyja and Gormur frá Selfossi
    Freyja and Gormur frá Selfossi
  • Álfasteinn and Hetta
    Álfasteinn and Hetta
  • Bergur and Ljóni frá Ketilsstöðum
    Bergur and Ljóni frá Ketilsstöðum
  • Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
    Bergur and Aðaldís frá Syðri Gegnishólum
  • Djörfung frá Ketilsstöðum
    Djörfung frá Ketilsstöðum
  • Olil and Álfhildur frá Syðri Gegnishólum
    Olil and Álfhildur frá Syðri Gegnishólum
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Olil and Heilladís
    Olil and Heilladís
  • Lokkur frá Syðri Gegnishólum
    Lokkur frá Syðri Gegnishólum
  • Olil and Álfhildur frá Syðri Gegnishólum
    Olil and Álfhildur frá Syðri Gegnishólum
  • Mothercare
    Mothercare
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Bergur and Olil
    Bergur and Olil
  • Álfadís, Grýla and Heilladís
    Álfadís, Grýla and Heilladís
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Karen Rós
    Karen Rós
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Olil and Kraflar frá Ketilsstöðum
    Olil and Kraflar frá Ketilsstöðum
  • Tígur, son of Ljónslöpp and Álffinnur born 2010
    Tígur, son of Ljónslöpp and Álffinnur born 2010
  • Lokkur frá Syðri Gegnishólum
    Lokkur frá Syðri Gegnishólum
  • Offsprings of Álfur at Landsmót 2012
    Offsprings of Álfur at Landsmót 2012
  • Álfadís mare of honor 2013
    Álfadís mare of honor 2013
  • Friends
    Friends
  • Birthday present
    Birthday present
  • Breeders of the year 2010
    Breeders of the year 2010
  • Brynja and Berglind
    Brynja and Berglind
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Hátign and Drift
    Hátign and Drift
  • Freyja and Elin
    Freyja and Elin
  • Tesla frá Ketilsstöðum born 2010
    Tesla frá Ketilsstöðum born 2010
  • Elin and Hugur frá Ketilsstöðum
    Elin and Hugur frá Ketilsstöðum
  • Breeders of the year 2010
    Breeders of the year 2010
  • Ófeig, Grábrá and Christina
    Ófeig, Grábrá and Christina
  • Olil and Heilladís frá Syðri Gegnishólum
    Olil and Heilladís frá Syðri Gegnishólum
  • Freyja and Muggur
    Freyja and Muggur
  • Olil and Gramur frá Syðri Gegnishólum
    Olil and Gramur frá Syðri Gegnishólum
  • Olil and Álfarinn frá Syðri Gegnishólum
    Olil and Álfarinn frá Syðri Gegnishólum
  • Freyja and Muggur
    Freyja and Muggur
  • Olil and Sprengja frá Ketilsstöðum
    Olil and Sprengja frá Ketilsstöðum
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Ketilsstaðir/Syðri Gegnishólar
    Ketilsstaðir/Syðri Gegnishólar
  • Sunset at Syðri Gegnishólar
    Sunset at Syðri Gegnishólar
  • Dennis and Álfasteinn frá Selfossi
    Dennis and Álfasteinn frá Selfossi
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Álfadís
    Álfadís
  • Offsprings of Álfur at Landsmót 2012
    Offsprings of Álfur at Landsmót 2012
  • Bergur and Gandálfur frá Selfossi
    Bergur and Gandálfur frá Selfossi
  • Wintertime
    Wintertime
  • Ketilsstaðir
    Ketilsstaðir
  • Borba Clinic
    Borba Clinic
  • Bergur and Álfasteinn frá Selfossi
    Bergur and Álfasteinn frá Selfossi
  • Spes and Tesla frá Ketilsstöðum
    Spes and Tesla frá Ketilsstöðum
  • Berglind and Brynja
    Berglind and Brynja
  • Breeders of the year 2012
    Breeders of the year 2012
30
Nov 11

alfadisfolald

Á ráðstefnunni hrossarækt 2011 tók ég við heiðursverðlaunaviðurkenningu sem ræktandi Álfadísar frá Selfossi. En hún náði þeim stalli nú í ár 15 vetra gömul, þegar alls sjö afkvæmi hefðu átt að vera komin til tamningar. Sem komið er, eru fimm afkvæmi hennar tamin og sýnd, en tvö þessarra sjö eru dauð.  Sóldís undan Flygli frá Vestri Leirárgörðum reyndist ekki vel og Alvar undan Dalvari drapst  af slysförum aðeins tveggja vetra gamall.  Hann var gullfallegur og auðsveipur og var mikil eftirsjá hjá okkur í þeim fola.

Afkvæmi hennar sem eru komin til dóms eru:

Álfasteinn, u. Keilir    Sköpulag 8,32 .   Hæfileika 8,69     Aðaleink. 8,56  122

Álfur           u. Orra     Sköpulag  8,11    Hæfileika 8,69    Aðaleink.  8,46  127 

Gandálfur  u. Gusti     Sköpulag  8,oo    Hæfileika 8,72    Aðaleink.  8,46  125   

Heilladís    u. Suðra    Sköpulag  8,09    Hæfileika 8,46    Aðaleink.  8,32  120

Álffinnur    u. Orra      Sköpulag 7,98     Hæfileika 8,42    Aðaleink.  8,24  126

Meðaltal þeirra er:   Sköpulag 8,10    Hæfileika   8,60  Aðaleink. 8,41  124

Dómsorðið hljómar þannig:Álfadís gefur hross í rúmu meðallagi að stærð með þokkalega gert höfuð. Hálsinn er mjúkur við háar herðar. Bakið er breitt og lendin öflug en nokkuð gróf. Afkvæmin eru hlutfallarétt. Sinar á fótum eru sterkar og fætur þurrir. Réttleiki er misjafn en hófar prýðilegir, prúðleiki er undir meðallagi. Álfadís gefur frábært tölt, rúmt, skref- og lyftingamikið. Brokkið er einnig úrval, svifmikið og skrefadrjúgt með góðri fótalyftu. Þrjú afkvæmanna eru prýðilega vökur og öll stökkva vel. Viljinn er sikvikur og léttur og afkvæmin fara glæsilega með miklum fótaburði.

Álfadís frá Selfossi gefur hlutfallarétt hross með mjúkan háls og öfluga yfirlínu. Afkvæmin eru flugviljug með frábærar gangtegundir og hrífandi form og fas. Álfadís hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og fjórða sætið.

 Svona voru þau orð, en ég verð að segja að ég furða mig á því að hvergi var á minnst þá staðreynd að á sama ári og hún hlýtur heiðursverðlaun, uppfyllir elsti sonur hennar Álfasteinn öll skilyrði til heiðursverðlauna aðeins 10 vetra gamall, og það er bara hvergi á það minnst á blaði. Mig langar að beina þeirri spurningu til ykkar lesedur góðir, vitið þið til þess að það hafi gerst áður að hestur nái þessu 10 vetra gamall. Síðan nær næst elsti sonur hennar  Álfur, 1.verðlaun fyrir afkvæmi aðeins 9 vetra gamall og þetta er allt að gerast á sama árinu. Er þetta einsdæmi, það er verið að tala um heismmet hægri vinstri en ég sé hvergi minnst á þetta, ég hefði gaman að því ef að fá einhverjar frekari fréttir af þessu.

Síðan er annað sem mig langar að minnast á og það er þessi óréttláti samanburður sem synir hennar verða fyrir, þá sérstaklega  Álfasteinn og Álfur. Menn eru sífellt að tönglast á að annar sé miklu betri en hinn sem einstaklingur og þá er alltaf hinn lélegur, nú er verið að metast um hvor þeirra er betri kynbótahestur og þá er annar venjulega frábær en hinn hreint ömurlegur.
Í ljósi þess að Álfasteinn hefur sannað sig sem framúrskarandi kybótahestur er ég búin að heyra ótrúlegustu menn tjá sig um að Álfur sé ekki kynbóthestur, þeir ættu að skoða aðeins betur stöðu hans núna áður en þeir tjá sig meira, er það ekki tölvan sem ræður?
Geta þeir ekki bara báðir verið frábærir þótt ólikir séu, þarf alltaf að bera þá saman, í mínum huga prýða þeir hver annan og styrkja, annar syndur sem klárhestur enn hinn alhliðahestur.

Við erum búin að temja töluvert mörg tryppi undan þeim báðum og þau eru oft ansi svipuð og erfitt stundum að vita hvað er undan hverjum, það er helst að það sjáist á sköpulaginu, en hreyfingar og geðslag er oft svipað.

Þeir eru  frábærir einstaklingar og nú eru þeir báðir búnir að sanna sig rækilega sem kynbótahestar. Annar er undan Keili og hinn undan Orra og þótt þeir sæki margt til móður sinnar eru þeir líka töluvert líkir feðrum sínum.  Keilir og Orri eru mjög ólikir hestar, en gæðingar þó, enda engin smá ætt sem stendur að þeim hvorum um sig. Það þótti ekki nógu stöndugt að faðir Álfasteins væri Keilir, en hann er ættaður frá feðgunum á Sauðárkróki af bláablóðinu, þeirra sem eru máttastólpar í íslenskri hrossarækt. En það var nú ekki bara þess vegna sem ég notaði hann, heldur var það einfaldlega vegna þess að mér fannst hann ógeðslega flottur, rosaleg útgeislun og ég hélt undir hann tveimur árum áður en hann fékk stóra dóminn.

Í ár kom til tamningar brún hryssa sem Álfhildur heitir, hún er dóttir Orra og er því þriðja í röðinni af fjórum alsystkinum. Hún fer mjög vel af stað, frábært geðslag og flottar hreyfingar, þótt hún brokki enn,  kæmi það okkur ekki á óvart ef hún væri alhliðahryssa.

Næstur er tveggja vetra foli sem heitir Álfarinn og er bleikblesóttur undan Keili sem gerir hann að albróðir Álfasteins.

Vetur gömul er rauðstjörnótt hryssa sem heitir Álfastjarna og er undan Dugi frá Þúfu og yngstur er rauðskjóttur hestur sem er fjórða alsystkinið undan Orra. Í sumar var Álfadís hjá Sæ frá Bakkakoti og verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.

Ég get ekki hætt þessi skrif fyrr en ég er búin að lýsa Álfadísi á minn hátt, enda er það ég ein sem þekki hennar sögu frá upphafi til dagsins í dag.Álfadís bar það alltaf með sér að hún væri efnileg, folaldsveturinn var hún á húsi og þegar folaldahópurinn var rekinn til gekk hún vígalega og notaði allan gang, það var því strax ljóst  að hér var um alhliðahryssu að ræða og efaðist ég aldrei um það. Hún var hinsvegar með góð gangskil og notaði gjarnan brokk þegar hún var slök.Í miðjan janúar á fjórða vetur var hún tekin inn, var það í fyrsta sinn í mörg ár sem ég tók inn tryppi á fjórða vetur. Hafði ég orð á því að hér væri líklega óvenjulegt hestefni á ferð og væri best að kanna það nánar.  Mér fannst eitthvað vera yfirnáttúrulegt, þess vegna fékk hún nafnið Álfadís.Hún var járnuð samdægurs eins og ekkert væri sjálfsagðara og hún var gersamlega sjálftamin, flest þurfti bara sýna henni einu sinni. Allt var galopið og hún var svo heppin að vera með knapa sem skynjaði það og leyfði henni að njóta sín, en gekk aldrei fram af henni , eins og það hefði verið auðvelt.  Hún stóð alltaf fremst í stíunni og fylgdist með öllu sem gerðist og gat varla beðið eftir að röðin kæmi að sér.
Einu skiptin sem ég hef séð hana þunga í skapi var þegar hún heltist og var fyrst sett í frí og síðan riðin á feti í nær einn og hálfan mánuð. Þótt hún væri þæg var ljóst að hún saknaði þjálfunarinnar sinnar.
Fyrir utan það að vera með frábært geðslag og vilja býr hún yfir einstakri sýningagleði, eitthvað sem ég hef aldrei kynnst í svo miklum mæli í öðrum hesti. Hún var alltaf góð, en hún skynjði alltaf „sjówtime“ og þá missti hún sig algerlega, gerði bara allt sem hún mögulega gat til að gera sig flotta.
Allan fyrsta veturinn eftir að hún var sett í folaldseign, tók hún sig út úr hópnum ef hún sá bóndann á bænum og elti hann líklega í þeirri von um að nú ætti vonandi að fara að gerast eitthvað skemmtilegt en ekki bara húkka út á túni.  Enn á hún það til að taka létta syrpu ef henni finnst eitthvað mikið um að vera.Af öllum hennar kostum ólöstuðum er viljinn og geðslagið framúrskarandi eiginleiki hjá henni og get ég ekki ímyndað mér að það geti orðið betra en í þessari hryssu.  Ég veit líka að þegar fram í sækir skilja fleiri um hvað ég er að tala því þeir heppnu sem eiga út af henni munu kynnast því að eigin raun því afkvæmin hennar eru arfberar og þetta einstaka geðslag mun poppa upp hér og þar eins og farið er að koma í ljós.

 Þá þarf ekki lengur að segja í gríni „ trúir þú á álfasögur“ eins og oft var sagt þegar þjálfari eins sonar hennar var gjörsamlega að missa sig í hólsögum um hann.

Ég trúi nefnilega á þær.

Select language by flag

Til Sölu

Hilbar Katla hnakkur

We have 124 guests and no members online