Eftir langt hlé er ég loksins búin að finna löngunina og tímann til að skrifa á heimasíðunni aftur. Mikið er búið að gerast á þeim tíma sem engar fréttir hafa verið eins og t.d við hér í Gangmyllunni fórum stöngina út í meistaradeildinni. Urðum langneðst í liðakeppninni og svo sem ekkert meira að skrifa um það, en merkilegt nokk var að mörgu leyti mjög gaman að taka þátt. Maður væri alveg til í að taka þátt aftur en þar sem neðsta liðið fellur sjálfkrafa út er það ekki í boði. Ég held að það væri mjög viskulegt hjá umsjónarmönnum meistaradeildarinnar að velja inn annað lið í deildina áður en þeir fara í sumardvala, þetta er jú heilmikið umstang og gott fyrir nýja liðið að vita um þáttöku fyrr en í miðjan des eins og gerðist í okkar tilfelli.
Margt er að frétta héðan og margt skemmtilegt búið að gerast og ætla ég að gera þvi skil í rólegheitunum, eins og td, að Elin sem er hér í vinnu hjá okkur vann mótaröðina hjá Sleipni, en þá er um að ræða einn samanlagður sigurvegari út úr þremur vetrar töltmótum hjá Sleipni. hún vann þetta allt á ungum hestum frá Ketilsstöðum. Á fyrsta mótinu endaði hún í fjórða sæti á fimm vetra hrysssunni Isbrá, sem er undan Brá og Álfasteini. Á öðru mótinu vann hún á Kötlu, einnig fimm vetra en hún er undan Ljónslöpp og Gaumi frá Auðsholtshjáleigu og þriðja mótinu vann hún líka, þá á sínum eigin hesti Frama, en hann er sex vetra gamall undan undan Framkvæmd og Sveini Hervari frá Þúfu.
Myndir: Gangmyllan