Á sýningunni Ræktun 2013 á Ingólfshvoli var Álfadís heiðruð og gerð að heiðurshryssu suðurlands. Bættist hún þar við í röðinni á frábærum ræktunnarhryssum á suðurlandi, sem heiðraðar hafa verið fyrir frábæran árángur í ræktun á þessari samkomu. Undan Álfadísi hafa komið sex hross sem eru fulldæmd öll með há 1 verðlaun. Tveir syni hennar hafa uppfyllt skilyrði til heiðursverðlaunar fyrir afkvæmi, Álfasteinn gat ekki tekið við sínum heiðursverðlaunum þar sem hann er ekki á landinu, en Álfur tók við sinum verðlaunum á LM í fyrra eins og flestir vita.
Undan Álfadísi er nú í tamningu hér hjá okkur Álfarinn albróðir Álfasteins, hann er fjögurra vetra og svo eru alsystkinin undan Orra í þjálfun líka, Álfhildur fimm vetra og svo Álffinnur sem er sex vetra.
Myndir: Vigdís Gunnarsdóttir í Lækjamóti