Tókum þátt með nokkra hesta á suðurlandsmótinu og gekk það bara vel. Urðum að keppa í fyrsta flokki þar sem þetta var fyrsta keppni flestra þeirra og voru þeir því ekki með einkunn til að taka þátt í meistaraflokki. Einn kom fram í meistaraflokki en það var hann Háfeti frá Leirulæk og endaði hann í fjórða sæti í fjórgangi, langt frá sínu besta, enda hefur hann ekki verið í mikilli þjálfun í sumar vegna tímaleysis, því miður.
Við sýndum þrjá hesta í fjórgangi 1.flokks, en það voru hálfsystkinin Fálmar, Gramur og Frami, Fálmar er undan Þernu, Gramur undan Musku og Frami undan Framkvæmd og faðir þeirra allra er Sveinn Hervar frá Þúfu. Fálmar sem er 6 vetra varð í fjórða sæti eftir forkeppni með 6,63, Gramur í öðru sæti með 7,87 og Frami í sjötta sæti með 6,50. Gramur vann síðan úrslitin með 7,07 og Frami endaði í áttunda sæti með 6,73.
Sprengja tók þátt í tölti í fyrsta flokki og var í efsta sæti ásamt öðru hrossi eftir forkeppni með 7,13 og vann síðan úrslitin með 7,39.
Vel var staðið að mótinu og gott mál að skipta því í tvennt til að þurfa ekki að vera í viku samhangandi á Hellu, en aðeins í tvo daga í senn, einfalt og gott. Vonandi verður framhald á því.