Þá er hin árlega ferð með tryppin austur búin en á hverju ári um mánaðamót apríl/maí förum við með veturgömlu tryppin austur á Ketilsstaði. Þau dvelja þar í um tvö ár en svo tökum þau svo aftur heim um haustið þegar þau eru þriggja vetra, til tamningar. Að þessu sinni voru það Bergur og Logi Ólafsson sem fóru og tekur ferðin austur allt í allt um átta tíma.
Þetta er þó nokkur akstur um 580 km ef Öxi er fær, en það er fjallvegur á milli Berufjarðar og Héraðs sem styttir ferðina um 70 km, en annars þarf að keyra fjarðaleiðina, ss um Breiðdalsvík, Stöðvafjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð og svo Egilsstaði. Öxi er 19 kílómetrar að lengd og heilmikill bratti eða þar sem mest lætur 18%.
Að þessu sinni voru tryppin 19 þar af 16 í okkar eigu. Tryppin voru eins og venjulega þreytt en samt hress þegar komið var á Ketilsstaði. Set hér inn mynband til að sýna hverning færið var yfir Öxi á föstudagskvöldið, eins gott að vita hvað maður er að fara út í og vera vel græjaður.