Vorum að fá senda þessa mynd frá Önnu Guðrúnu í www.fornhagi.is Hún er af Kvarani frá Fornhaga en hann er á fyrsta vetri undan Ljóna frá Ketilsstöðum og Hörku frá Akureyri. Harka er dóttir Örar frá Akureyri og Kjarki frá Egilsstaðabæ en Harka hlaut 8,13 í aðaleinkunn fimm vetra gömul með m.a 9,0 fyrir vilja og geðslag. Anna Guðrún lýsir Kvaran þanning " Hann er alver risastór, mikill sláni (á vonandi eftir að bæta kjöt á beinin) og fljúgandi gengur. Þetta folald á það til að taka fluga skeiðspretti þegar mikið liggur við en brúkar annars allan gang og fer mikið á tölti. Hann var heilrakaður í marsbyrjun þegar við tókum hann inn og er enn ekki farinn að fá sumarhárinn þannig að liturinn er hálf grámóskulegur ennþá. Hann er annars mjög fallega rauðjarpur á litinn, mikill kappi hann Kvaran."
Kvaran frá Fornhaga, mynd: Anna Guðrún Grétarsdóttir