Set inn nokkrar myndir sem teknar voru í Sviss um síðustu helgi, en þar var ég að kenna hjá Söndru og Roger Sherrer á Reithof í Neckertal. Ég fer reglulega þangað að kenna og er búin að gera það síðan 2002. Þar er allt í framförum, knapar og hestar þannig að það er gefandi og gaman. Nú er verið að byggja nýtt stóðhestahús og í sömu byggingunni verður vatnsgöngubretti frá Formax, sem er fyrirtæki í eigu nágranna okkar í Gegnishólaparti. Mér skilst að þetta sé orðinn stærsti staðurinn með íslenska hesta í Swiss, rekinn er þar stærðar reiðskóli, mikið af hestum eru þar sem eru í einkaeigu og svo er verið með ræktun í litlum sniðum. En þar eru þrjár hryssur í ræktun eins og er.
Rauðskjótti hesturinn er Sirkus frá Syðri Gegnishólum, knapi er Sandra Sherrer
Grái hesturinn er Mergur frá Syðri Gegnishólum, knapi Sylvana Frigoli
Brúnstjörnóttur er Máni frá Enni, knapi er Martina Giezendanner
Raudur er Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu, knapi Caroline Wyser
Brún er Austanátt frá Ketilsstöðum, knapi er Jacqueline Euguster