Álfarinn okkar fór í dóm í Hafnarfirði fyrir helgina og hlaut 8,40 íaðaleinkunn. Álfarinn er fimm vetra gamall og er sonur Álfadísar frá Selfossi og Keilis frá Miðsitju, albróðir hans er Álfasteinn frá Selfossi. Álfarinn er fríður og vel byggður, jafnvígur alhliðahestur. Hann er með fimm jafnar og góðar gangtegundir og gaman að vera með 9,0 fyrir hægt stökk og í fyrra var hann einnig med 9,0 fyrir fet, sem er úrvalsgangtegund hjá honum þó hann sé aðeins með 8,5 í þessum dómi. Við höfum mikla trú á hestinum og á þessu ári eigum við von á tólf folöldum undan honum.
Þar sem nafnið hans virðast vefjast mörgum tunga um tönn minni ég aftur að Álfarinn er dregið af Álf og Örn og beygist eins og Þórarinn.
Hér er Álfarinn, um Álfarin frá Álfarni til Álfarins.
Forskoðun í Hafnarfirði 2014 Sköpulag: 8.0 8,0 8,0 8,0 8,5 7,5 8,5 7,5 samtals 8,09
Kostir: 8,5 8,0 8,5 8,5 9,0 9,0 8,5 Hægt tölt 8,5 Hægt stökk 9,0 samtals 8,60 Aðaleinkunn 8,40
Hér er videó sem Hestafréttir tóku af Álfarni í dómi síðastliðinn mánudag.
.