Þetta er Gormur frá Selfossi, hann er á 17. vetur, staðsettur á Gotlandi í Svíþjóð. Þjálfari hans og eigandi er Sara Lundberg sem hefur unnið hjá okkur í nokkur ár. Gormur er fyrsta Sveins-Hervars afkvæmið sem við ræktuðum en það gerðum við áður en hann fór í 1 verðlaun. Gormur hlaut 8,22 í kynbótadómi 6 vetra gamall, sýndur sem geldingur og 8 vetra gamall var hann í úrslitum í B flokki á Landsmóti. Siðan hefur Sveinn Hervar gefið okkur marga frábæra klárhesta eins og Framtíð, Spes, Frama, Fálmar og albróðir Gorms, Gram. Enn erum við að halda undir þennan frábæra hest og næsta sumar eigum við von á tveimur afkvæmum hans, undan systurnar Álfadísi og Aðaldísi.
{gallery}Gormur from Selfoss{/gallery}