Þessi yndislega hryssa fæddist í fyrradag, 12 maí, námkvæmlega eins og ég vonaðist eftir. Þetta er sextánda folald Álfadísar og fyrsta rauðskjótta hryssan. Faðir hennar er Sveinn-Hervar frá Þúfu, hestur sem ég hef haldið uppá alla tíð enda hélt ég í fyrsta sinn undir hann þegar hann var fimm vetra gamall og ekki enn kominn með 1. verðlaun. Þarna sá ég mikið keppnishests efni og reyndíst það rétt því ég hygg að fáir hestar hafi gefið eins marga afkasta keppnishesta og einmitt Sveinn Hervar.
{gallery}AlfadisFilly2017{/gallery}