Fyrrum ræktunarhryssur
Silfurtá frá Syðri Gegnishólum.
Mynd: Gangmyllan
Silfurtá slasaðist illa á fæti þegar hún var veturgömul, svo illa að útlit var á að það þyrfti að fella hana , enda sinarslitin á afturfæti og drep var komið í beinið. Vegna þrautseigju Susanne Braun dýralæknis, óendanlegrar þolinmæði Silfurtáar og vinnu margra annarra var henni bjargað. Silfurtá var tamin á fimmta vetur, en þegar átti að fara að biðja hana um meira var ljóst að löppin angraði hana og hætt var við frekari þjálfun. Hún var hinsvegar tamin nóg til að maður áttaði sig á að hér var efnileg fjórgangshryssa á ferð, viljug og geðgóð.
Afkvæmi | Ae. | Faðir |
---|---|---|
IS2016287666 - Nn frá syðri Gegnishólum | IS2007187660 - Álffinnur frá Syðri Gegnishólum | |
IS2015187662 - Nn frá Syðri Gegnishólum | IS2011187660 - Álfgrímur frá Syðri Gegnishólum | |
IS2014287665 - Nn frá Syðri Gegnishólum | IS2009187660 - Álfarinn frá Syðri Gegnishólum | |
IS2013287661 - Silfá frá Syðri Gegnishólum | IS2009187660 - Álfarinn frá Syðri Gegnishólum | |
IS2012287664 - Elín frá Syðri Gegnishólum | IS2005176184 - Hugur frá Ketilsstöðum | |
IS2011187669 Huginn frá Syðri Gegnishólum | IS2005176184 - Hugur frá Ketilsstöðum |
Silfurtá með fyrsta afkvæmið, Huginn. Myndir: Gangmyllan