Fyrrum ræktunarhryssur
|
Álfadís frá Selfossi með Álfhildi frá Syðri Gegnishólum.
Ljósm: Jens Einarsson
Hæsti dómur: Landsmót í Víðidal - 2000
Bygging | Einkunn | Hæfileikar | Einkunn |
---|---|---|---|
M1:136 M3:135 M4:63 M5:140 M10:27 M11:16,5 | |||
Höfuð | 8.0 | Tölt | 9.0 |
Háls/herðar/bógar | 8.0 | Brokk | 9.0 |
Bak og lend | 8.0 | Skeið | 7.0 |
Samræmi | 7.5 | Stökk | 8.5 |
Fótagerð | 8.0 | Vilji og geðslag | 9.0 |
Réttleiki | 7.5 | Fegurð í reið | 9.0 |
Hófar | 7.5 | Fet | 9.0 |
Prúðleiki | 7.5 | Hægt tölt | 9.0 |
Hægt stökk | na | ||
Sköpulag | 7.78 | Hæfileikar | 8.66 |
Aðaleinkunn | 8.31 |
Álfadís gefur hross í rúmu meðallagi að stærð með þokkalega gert höfuð. Hálsinn er mjúkur við háar herðar. Bakið er breitt og lendin öflug en nokkuð gróf. Afkvæmin eru hlutfallarétt. Sinar á fótum eru sterkar og fætur þurrir. Réttleiki er misjafn en hófar prýðilegir, prúðleiki er undir meðallagi. Álfadís gefur frábært tölt, rúmt, skref- og lyftingamikið. Brokkið er einnig úrval, svifmikið og skrefadrjúgt með góðri fótalyftu. Þrjú afkvæmanna eru prýðilega vökur og öll stökkva vel. Viljinn er sikvikur og léttur og afkvæmin fara glæsilega með miklum fótaburði.
Álfadís frá Selfossi gefur hlutfallarétt hross með mjúkan háls og öfluga yfirlínu. Afkvæmin eru flugviljug með frábærar gangtegundir og hrífandi form og fas. Álfadís hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.