Fyrrum ræktunarhryssur
|
Ljónslöpp frá Ketilsstöðum. Knapi Bergur Jónsson.
Ljósm: Eirikur Jónsson.
Hæsti dómur: Landsmót í Víðidal - 2000
Bygging | Einkunn | Hæfileikar | Einkunn |
---|---|---|---|
M1:137 M3:134 M4:63 M5:145 M10:27 M11:17 | |||
Höfuð | 7.5 | Tölt | 8.5 |
Háls/herðar/bógar | 8.5 | Brokk | 9.0 |
Bak og lend | 8.5 | Skeið | 8.5 |
Samræmi | 8.0 | Stökk | 8.0 |
Fótagerð | 7.5 | Vilji og geðslag | 8.5 |
Réttleiki | 7.5 | Fegurð í reið | 8.0 |
Hófar | 8.5 | Fet | 7.0 |
Prúðleiki | 8.0 | Hægt tölt | 8.0 |
Hægt stökk | na | ||
Sköpulag | 8.09 | Hæfileikar | 8.40 |
Aðaleinkunn | 8.28 |
Ljónslöpp gefur hross í meðallagi að stærð með skarpt og þurrt höfuð en stundum krummanef. Hálsinn er meðalreistur, langur og mjúkur með klipna kverk. Lendiner löng og djúp en afturdregin. Afkvæmin eru langvaxin og hlutfallarétt. Liðir á fótum eru sverir en sinaskil lítil og framfætur eru útskeifir. Hófar eru úrvalsgóðir, efnisþykkir og djúpir. Prúðleiki er misjafn. Ljónslöpp gefur taktgott, skref- og lyftingarmikið tölt og taktgott og skrefmikið brokk. Öll utan eitt eru afkvæmin alhliðageng. Viljinn er afbragð, ásækinn en þjáll. Afkvæmin fara vel með góðum fótaburði.
Ljónslöpp frá Ketilsstöðum gefur hross með skarpt og þurrt höfuð, langan og mjúkan háls, öfluga lend og úrvals hófa. Afkvæmin eru flugviljug, hreingeng, rúm og skrefmikil.
Ljónslöpp hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi .
Myndir: Tjörvi, Axel Jón, Simbi, Gangmyllan, Skúta, Matilde Eide Hjort, Ljóni, Hlébarði, Sprengja, Katla, Snekkja og Álffinnssonur, Gangmyllan.