Stóðhestar - Allir
Álfgrímur frá Syðri Gegnishólum. Ljósm: Gangmyllan
Bygging | Einkunn | Hæfileikar | Einkunn |
---|---|---|---|
M1:143 M2:133 M3:138 M4:63 M5:144 M6:37 M7:48 M8:44 M9:6,8 M10:30,5 M11:19 V. fr. 8,7 V.a. 8,7 | |||
Höfuð | 8.0 | Tölt | 9.0 |
Háls/herðar/bógar | 8.5 | Brokk | 9.0 |
Bak og lend | 8.0 | Skeið | 5.0 |
Samræmi | 8.5 | Stökk | 8.5 |
Fótagerð | 9.0 | Vilji og geðslag | 9.5 |
Réttleiki | 9.0 | Fegurð í reið | 9.0 |
Hófar | 9.0 | Fet | 9.5 |
Prúðleiki | 7.5 | Hægt tölt | 9,0 |
Hægt stökk | 8.5 | ||
Sköpulag | 8.58 |
Hæfileikar | 8.40 |
Aðaleinkunn | 8.47 |
IS2011187660 Álfgrímur frá Syðri Gegnishólum er fjögurra vetra foli undan Álfadísi frá Selfossi og Orra frá Þúfu. Hann er fjórði hestur í röð alsystkina, en eldri alsystkini hans eru Álfur frá Selfossi, Álffinnur og Álfhildur frá Syðri Gegnishólum. Þau eru öll með góðan kynbótadóm og hafa þau öll hlotið 9,0 fyrir tölt, frá 9-9,5 fyrir vilja og frá 9-9,5 fyrir fegurð í reið aðeins fjögurra vetra gömul.
Undan Álfadísi hafa komið alls 10 afkvæmi í kynbótadóm, það eru þau Álfasteinn 8,54, Álfur 8,46(báðir með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi), Gandálfur 8,46. Heilladís 8,32, Álffinnur 8,37, Álfhildur 8,52, Álfarinn 8,65, Álfastjarna 8,43, Álfgrímur 8,46 og Huldumær 8,29.
Álfadís og Orri eru bæði með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Álfgrímur er með 121 stig í kynbótamati.