{gallery}Heidursverdlaun2019{/gallery}
Ég valdi mynd frá gleðistundu hjá Gangmyllunni, til að kveðja 2019 um leið og við óskum öllum farsældar á nýja árínu.
{gallery}NyttAr 2020{/gallery}
{gallery}Gledileg Jol 2019{/gallery}
{gallery}Desembermorgun2019{/gallery}
Siðastliðin laugardag hlutum við titilin Keppnishestaræktunnarbú ársins 2019 í ljósi þess birti ég hér myndir af helstu afrekum þessa árs.
{gallery}keppnishestaraektunarbu 2019{/gallery}
Ætli Glampi sé að biðja Steinar um að járna sig?
{gallery}Steinar og Glampi 2019{/gallery}
Fallegt og kalt í gær, tekur smá tíma að venjast kuldann. Hryssurnar komu heim og voru snyrtar og skoðaðar vel og eru nú komnar út á tún.
{gallery}cold october day 2019{/gallery}
Olil er stolt og glöð að vera tilnefnd sem íþróttaknapi ársins á íslandi 2019. Blómvöndurinn er aftur á móti frá síðustu helgi þegar Olil var valin íþróttaknapi og knap ársins hjá hestamannafélaginu okkar, Sleipni.
Rauða rósin var fyrir íslandsmeistaratitilinn í fimmgangi.
{gallery}tilnefningar ithrottaknapi 2019{/gallery}
Við erum stolt og glöð að vera enn og aftur tilnefnd til Ræktunnarbú ársins og Keppnishestabú ársins 2019. Við viljum nota tækifærið til að óska öllum hinum ræktendunum innilega til hamingju með glæsilegan árangur á árínunu.
{gallery}Raektunar og keppnishestabu arsins tilnenfningar 2019{/gallery}
Þá er ég loksins búin að geta keypt myndband af forkeppni okkar Álfarins frá Heimsmeistaramótinu en þar vorum við efst að lokinni forkeppni. Í úrslitum fór ekki vel eins og flestir vita og enduðum við Álfarinn í sjötta sæti í fimmgangi F1 HM í Berlín 2019.
Eftir ýmsar hugleiðingar er niðurstaðan sú að við Álfarinn áttum framúrskarandi ár á keppnisvellinum, en við tókum þátt í fjórum sterkustu fimmgangs keppnum heims sem voru aðgegnilegar fyrir okkur. Meistaradeildin, Reykjavíkurmeistaramót, Íslandsmót og Heimsmestaramót og urðum efst í öllum forkeppnunum og það á okkar öðru keppnisári. Endanlega varð það annað sæti í Meistaradeildinni, fyrsta sæti á Reykjavíkur- og Íslandsmestaramótum og sjötta sæti á Heimsmeistaramótinu.
Auk þess náðum við þriðja sæti í gæðingafimi Meistaradeildarinnar og erum í fjórða sæti á heimslistanum í fimmgangi, með m.a. hæstu einkunn sem gefin hefur verið í fimmgangi á þessu ári 7,77.
Eftir á að hyggja var endirinn á HM það eina leiðinlega þar sem þetta var okkar Álfarins síðasta keppni saman.
Hann er 3 vetra þessi foli, undan Álfhildi frá Syðri-Gegnishólum og Meginn frá Ketilsstöðum. Þarna er hann að skoða ömmu sína Álfadísi frá Selfossi og mömmu sína Álfhildi. Vonandi að spá í að líkjast þeim, það væri bara allt í lagi.
{gallery}Alfhildar og Framason 2019{/gallery}