Vornum að fá sendar nokkrar myndir af afkvæmi Kraflars til að nota í sambandi við nýja fídusin sem við settum að heimasíðuna, þar sem hægt er að skoða afkvæmi stóðhestanna okkar. Mér finnst þessar myndir svo fallegar að mig langar að birta þær. Eldri hryssan heitir Grábrá, en hún er dóttir Bráar sem er hér í ræktum hjá okkur. Dóttir hennar heitir Ófeig frá Öst og er fædd og í eigu Christinu Bach Sörensen. Christina keypti Grábrá af okkur sem tryppi og flutti hana seinna út til Danmerkur fylfulla við Kraflari. Grábrá er búin að vera reiðhryssa Christinu, utan þess eð Fredrik Rydström tók hana til þjálfunnar í smá tíma og sýndi hana í kynbótadóm og hlaut hún 8,20 fyrir sköpulag, 7,54 fyrir hæfileika og samtals 7,80. Ég er búin að fylgjast með þeim Christinu og Grábrá á náskeiðum í nokkur ár og veit ég að Grábrá á mikið inni í hæfileikum. Nú er Grábrá í þjálfun hjá Trine Risvang,en stefnt ér á að sýna hana í kynbótadóm aftur í vor, og hef ég frétt að þjálfun gangi vel.
Ófeig, Grábrá og Christina Grábrá Grábrá og Ófeig Myndir: ?