Í ár sýndum við fimmtán hross í kynbótadóm, þrettán þeirra hlutu einkunnina 8,0 eða yfir, fjórtán þeirra voru sýnd hérlendis og náðu 8 þeirra þáttökurétt á Landsmótinu, sem mætti teljast frekar góður árangur.
Fimmtánda hrossið, Aradís, var selt sem trippi og kom til dóms í Danmörku. Auk þess hlýtur Djörfung frá Ketilsstöðum heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár aðeins 14 vetra gömul, en dómurinn byggist á hennar fyrstu fimm afkvæmum. Fjögur þeirra komu til dóms á þessu ári.
View the embedded image gallery online at:
https://gangmyllan.is/index.php/1154-breedersnominations2018-2#sigProId30c7b0aaa2
https://gangmyllan.is/index.php/1154-breedersnominations2018-2#sigProId30c7b0aaa2