Fyrir nokkru kom í sjónvarpsfréttum að hreindýrskálfur hafi gert sig heimakominn
í hrossastóði fyrir austan, en það er stóðið okkar á Ketilsstöðum.
Gangmyllan sendi sinn mann á svæðinu Ellen Thamdrup til að kanna málið og taka myndir.
Ekki er annað að sjá á myndunum en að hrossin séu sátt við nýja meðlimin i stóðinu
og að kálfurinn líti á þau sem fjölskylduna sína.
Ég var að vonast til þess að kálfurinn (hún) fengi að vera áfram en mér skilst
að það sé búið að ákveða að hún verði flutt i húsdýragarðinn.