Í síðustu viku kom Freyja í heimsókn, en hún flutti til Noregs fyrir einu og hálfu ári síðan.
Þar hefur hún stundað tamningar og þjálfun á Tromöya sem er hjá Arndal í Suður- Noregi.
Hún er líka farin að kenna á ýmsum stöðum í Noregi,
auk þess að hún hafi líka farið til Þýskalands nokkrum sinnum.
Þar sem Freyja hefur verið án keppnishests siðan hún fór út,
er farið verulega að klæja í keppnis"taugarnar".
Við ákváðum að kippa því í liðinn og senda Gorm til hennar,
svoleiðis að hún geti farið að taka þátt í mótum í Noregi.
Auk þess að vera með flottan kynbótadóm var Gormur í úrslitum í B-flokki á síðasta landsmóti.
Þessar myndir voru teknar af Freyju og Gorm við þjálfun, þegar hún var í heimsókn.
Ljósm: Gangmyllan. |