Vorum að koma frá Ketilsstöðum, en þar erum við með töluvært af hrossum.
Ketilsstaðir eru í Fljótsdalshéraði, um 7 km fyrir innan Egilsstaði
og er stór og mikil jörð u.þ.b 3000 hektarar á stærð.
Mikið er af fjallendi, skógi vaxin hlið, mikið af ræktuðu landi,
þó aðeins hluti er nýttur til heyskapar í dag.
Landið liggur niður að og meðfram Lagarfljóti og Grímsá.
það er ótrúlega gott og gaman að þjálfa hesta á hæfilega hörðu og
fjaðrandi grasbökkum Grímsár.
Þegar tryppin eru veturgömul förum við með þau austur að
Ketilsstöðum og alast þau þar upp til tamningaaldurs,
en hryssurnar eru hér hjá okkur í Syðri Gegnishólum.