Ferðin langa endaði á viku fríi i Portugal, en þá höfðum við ákveðið að þiggja heimboð Julio Borba en hann bauð okkur i heimsókn á einn af fimm búgörðum fjölskyldunnar, sem heitir Bastarda og er stutt frá landamærunum Spánn/Portugal.
Á þessari jörð hafa þau ekki fasta búsetu, en uppeldið er þar og einhverjar stóðmerar.
Húsin voru með spænskan stíl og íbúðarhúsið stort og ótrúlega kósý, þarna var dekrað við okkur þrjá daga, strákarnir fóru i veiðiferð og við Freyja fórum i skoðunnarferð i litla þorpinu sem var rétt hjá en þar var fólkið svo smá vaksið að við Freyja vorum eins og risar.
Svo fórum við til Lissabon og daginn á eftir kom Julio og sótti okkur og svo fórum við á flottan stað þar sem yfir stóð úrtaka fyrir landsliðið þeirra, sem var að mörgu leyti mjög áhugavært skoða og vakti það upp margar hugsanir um að hvort við gætum ekki notfært okkur þetta eitthvað á Íslandi, en það langar mig til að skrifa meira um seinna við tækifæri.
Síðustu dagarnir voru notaðir til að skoða Lissabon og versla og flugum svo heim um Amsterdam þann 22 des, rétt passlega til að fara í jólagírinn.
Borba stoðið. |
Hagarnir á Bastarda. |
Bergur, Carlos, Hafliði og Sebastiao að fara að veiða.
|