Jæja nú eu allir mættir til starfa bæði hestar og menn sem ætla að vera hjá okkur í vetur, siðustu hestarnir komu heim úr sundi í gær og síðasti starfsmaðurinn kom í dag.
Tryppin á fjórða vetri eru orðin reiðfær og eldri hestarnir eru komnir af stað í þjálfun. Nokkrir þeirra voru í sundi í Áskoti hjá Jakobi og Arnheiði, við förum reglulega með hestanna í sund til þeirra. Þeir voru í mestallan desember en við sóttum þá svo strax eftir áramót. Það er gaman að taka við hestunum úr sundinu, fallega útlítandi, frískir og tilbúnir fyrir veturinn. Við höfum farið með hestanna reglulega í sund síðan starfsemin byrjaði hjá þeim Jakobi og Arnheiði, stundum vikulega og stundum í tíu eða tuttugu daga samfleytt. Það hefur reynst okkur vel sem viðbótar þjálfun.
Í þetta sinn voru það þeir Vestri frá Hellubæ, Samber frá Ásbrú, Tjörvi, Kraflar, Vakar, Hvati og Austri frá Ketilsstöðum,sem voru í sundi og tókum við nokkrar myndir þegar við sóttum þá.
|
|
|
|