Áfram held ég að skrifa um uppeldið okkar fyrir austan, því mér finnst við vera gæfusöm að hafa svon góðan og skemmtilegan stað til að ala upp hrossin okkar. Svo tók ég líka svo margar skemmtilegar myndir sem mig langar að syna ykkur. Myndirnar sem fylgja eru af tveggja og þriggja vetra folunum þar sem þeir eru saman í girðingu á Ketilsstöðum.
Myndir: Gangmyllan.
Sá brúnskjótti er 3 v. er undan Kröfla frá Horni 1 og Ljóna fra Ketilsstöðum.
Sá rauðskjótti er 3 v. unda Grylu frá Stangarholti og Orra frá Þúfu.
Sá rauði er 2 v. undan Framkvæmd frá Ketilsstöðum og Gandálfi frá Selfossi.
Sá brúni sem er með rauða hestinum er 3 v.undan Þernu frá Ketilsstöðum og Sveini Hervari frá Þúfu.
Sá grái er 3v.undan Musku frá Stangarholti og Natan frá Ketilsstöðum.
Sá rauðglófextblesótti er 2 v. unan Oddrúnu frá Ketilsstöðum og Glotta frá Sveinatungu.
Sá brúnhalastjörnótti er 2 v. undan Júliu frá Ketilsstöðum og Gaum frá Auðsholtshjáleigu.
Sá brúnstjörnótti er 2 v. undan Væntingu frá Ketilsstöðum og Gaum frá Ausholtshjáleigu og
sá brúni er 2 v. undan undan Gerðu frá Gerðum og Þóroddi frá Þóroddstöðum.