Í dag fengum við skemmtilega heimsókn en það var hún Gíslína Jensdóttir á Hellubæ. Hún var á Suðurlandi að sækja Vöku frá Hellubæ, en verið var að halda henni undir Kiljan frá Steinnesi. Þá erum við nú komin að máli málanna, vegna þess að folaldið hennar í ár er undan Álffinni. Það er gullfalleg rauðskjótt hryssa og virðist vera í góðu lagi með hæfileikanna.
Fyrir þá sem ekki vita er hún Vaka með glæsilegan dóm en hún fékk 8,48 fyrir hæfileika aðeins fjögurra vetra gömul klárhryssa. Hún fékk m.a. 9,5 fyrir brokk, stökk og hægt stökk og 9,0 fyrir rest nema 8,5 hægt tölt og 8,0 fyrir fet. Fyrir sköpulag hlaut hún 7,89 og aðaleinkuninna 8,26.
Ég snaraði mér náttúrulega út til að skoða litluna og taka af henni myndir og eins og sést er hún mikið hvít, hmm mig minnir endilega að ég hafi skrifað að ég hefði verið svo ánægð með hvað afkvæmin hans voru lítið hvít en þetta verður bara að vera undantekningin sem sannar regluna.