Þar sem ég er búin að fara yfir hvaða hryssur við sýndum á Landsmótinu ætla ég að fara yfir hvaða stóhesta við fórum með. En í 4 vetra flokki var það aðeins einn og það var Álffinnur frá Syðri Gegnishólum. Í 6 vetra flokki voru þeir 3, Flugnir og Brimnir frá Ketilsstöðum og Greipur frá Lönguhlið. Í 7 vetra flokki voru þeir tveir, þeir Gandálfur frá Selfossi og Ljóni frá Ketilsstöðum.
Fyrsti hesturinn sem ég ætla að skrifa um er Álffinnur en hann er sonur Álfadísar frá Selfossi og Orra frá Þúfu. Það er kannski engin þörf á að rekja ættir hans, hann er eins og flestir vita albróðir Álfs frá Selfossi. Þannig að kannski er bara skemmtilegra að bera þá bræður saman, þar sem það virðist vera voðalega vinsælt. 4 vetra gamall í fyrsta dóm hlýtur Álfur: 7,92 fyrir sköpulag og 8,16 fyrir hæfileika, samtals 8,06 4 vetra gamall í fyrsta dóm hlýtur Álffinnur: 7,98 fyrir sköpulag og 8,08 fyrir hæfileika, samtals 8,04. Aðeins lægri en Álfur en kannski eins svipað og hægt er að ætlast til. Síðan fara báðir á Landsmót 4 vetra gamlir og hækka sig báðir um 20 kommur í aðaleinkunn. Álfur fer greinilega aftur í byggingadóm og hækkar sig lítillega úr 7,92 í 7,98. Hlýtur síðan 8,44 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,26. Álffinnur fær ekki að fara aftur í byggingadóm og er því áfram með 7,98 fyrir sköpulag, fyrir hæfileika hlýtur hann 8,42 0g í aðaleinkunn 8,24. Það er nánast fyndið að sjá hvað þeir fylgjast að þessir bræður þótt annar sé meira alhliðahestur en hinn. Eitt skulum við átta okkur á að vægið hefur breyst síðan Álfur hlaut sinn dóm og reiknaði ég Álf í gamni upp á nýtt eftir nýja væginu til að sjá hverning þeir stæðu þá, séu dómarnir þeirra reiknaðir með sama væginu, vægið sem verið er að nota í dag. Þá lækkar Álfur úr 8,16 í 8,06 fyrir hæfileika í fyrsta dóm og aðaleinkunn lækkar úr8,06 í 8,00. Svo breytist landsmótsdómurinn hans þannig að hæfileikarnir lækka úr 8,44 í 8,31 og aðaleinkunn úr 8,26 í 8,18. Þeir Álfur og Álffinnur eru í senn líkir og ólíkir, en ég spái því að þeir verða líkari hvor öðrum með aldrinum en það mun tíminn leiða í ljós. 28.júní fæddist þriðji albróðirinn, rauðskjóttur að lit. Ég var búin að panta rauðskjótta hryssu, en hún lætur biða eftir sér. Til tamninga í vetur kemur fjórða alsyskinið sem til, hún Álfhildur en hún er nú orðin þriggja vetra. |
Álfur | Álffinnur |
Álfadís og Álfhildur | Fjórða alsystkinið fædd 28/6 |