Svo skemmtilega vill til að hér hafa fæðst þrjú brúnskjótt merfolöld enn sem komið er í ár og geta þau orðið fleiri þess vegna. Þótt það líti kannski út þannig að hér sé verið að reyna að rækta skjótt sé svo ekki. Ég hef aldrei notað hest út af lit, en litirnir sem maður er með hafa bara fylgt með. Engu að síður verð ég að viðurkenna að mér finnst brúnskjótt fallegt, hver man t.d ekki eftir henni Kríu frá Litla Landi og reyndar fannst mér alltaf hún Heilladís minna mig á hana. |
![]() |
f. 07/07![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |