Á sunnudaginn fórum við vestur í Hálsasveit og notuðum tækifærið þegar við vorum í Reykholtsdalnum að kíkja á Höskuldargerði í Reykholti. En það er steinhlaðið hestagerði sem var gert til minningar um Höskuld Eyjólfsson á Hofsstöðum. Höskuldur hafði óskað eftir að gert yrði gerði í Reykholti þannig að menn gætu farið ríðandi til kirkju. Við notuðum tækifærið til að skoða gerðið, sem frekar nýbúið er að gera og myndaði ég Brynju við minnisvarðann um Höskuld, en hann var mikll hestamaður og langafi barnanna minna. Ég var svo heppin að fá að kynnast Höskuldi og var hann einstaklega lífsglaður, elskulegur og barngóður og mikið áhugasamur um allt sem gerðist í kring um hross. Börnin mín þrjú voru öll fædd áður en han dó, en Brynja sú yngsta var u.þ.b eins árs þegar Höskuldur lést tæplega 102 ára, hún man auðvitað ekkert eftir honum en Freyja man hann vel og Steinar aðeins líka. |
Söðlahúsið | Gerðið |
Minnisvarðinn |
Höggmyndin er ótrúlega flott, alveg eins og han var. |