Síðasti hesturinn sem ég á eftir að skrifa um, sem við vorum með á Landsmótinu er hann Gandálfur frá Selfossi. Hann er sonur Álfadísar frá Selfossi og Gusts frá Hóli sem eru bæði með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Undan Álfadísi hafa fimm afkvæmi komið í dóm og er meðaleinkunn þeirra, Álfasteins, Álfs, Gandálfs, Heilladísar og Álffinns 8,40. Gandálfur er þeirra hæfileikamestur með 8,72. Gaman er frá því að segja að bræður hans Álfasteinn og Álfur hafa staðið sig afar vel sem ræktunarhestar en í ár náði Álfasteinn heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi aðeins 10 vetra gamall og Álfur 1.verðlaunum fyrir afkvæmi aðeins 9 vetra gamall. Gandálfur er frekar léttbyggður, jafnvaxinn og myndarlegur alhliðahestur. Hágengur, ganghreinn, afkastamikill og er með frábært geðslag. Gandálfur verður þjálfaður næsta vetur og stefnt verður á því að fara með hann í A flokk á Landsmóti að ári. Hér birti ég dóminn sem hann fékk á Landsmótinu, en það er jafnframt hans hæðsti dómur.
Sköpulag : 7,5 8,0 8,0 8,0 8,0 8,0 9,0 7,0 Samtals : 8,08 Hæfileikar: 8,5 9,5 9,0 8,5 9,0 8,5 7,5 Samtals 8,72
Hægt tölt 8,5 Hægt stökk: 8,0 Aðaleinkunn : 8,46 |
Myndir: Gangmyllan