Íþróttamót Dreyra og Harðar er núna um helgina og tökum við Bergur þátt með þrjá hesta. Ég keppi á Kraflar frá Ketilsstöðum og Háfeta frá Leirulæk og Bergur keppir á Vakari frá Ketilsstöðum. Háfeti er nýr hestur í keppni hjá mér og bind ég miklar vonir við hann. Hann var annar á iþróttamótinu á Hellu í vor en ég reið á Kraflari í úrslitunum. Núna var hann fyrstur inn á sem aldrei er plús, allavega ekki á oþekktum hesti. Hann var ágætur en það hefði hentað honum betur að hafa gangtegundaröðina öðruvisi, hann komst í áttunda sætið í þetta sinn, með 6,90. Vakar er heldur ekki mjög reynslumikill en þó hefur hann keppt nokrum sinnum og besti árangurinn er líklegast þegar Bergur komst í úrslit á honum í meistaradeildinni í vetur og urðu þeir í fimmta sæti í ansi sterkri keppni. Í dag var Vakar bara góður, eins og staðan er núna er hann í B-úrslitum í tiunda sæti með 6,77. Kraflar var mjög góður, virkilega góð tilfinning að riða honum, tók það að visu svolitið rólega á brokkinu eftir ófarir okkar á Íslandsmótinu, en hann var öruggur og jafn, fetið gott og yfirferðin alltaf að smá aukast og batna. þegar ég var buin fannst mér ég vera búin að ríða mína bestu forkeppni á þessu sumri, og var verðlaunuð með langlélegustu einkunn hjá okkur á þessu ári, 7, 13 og toppurinn var 6, 7 hjá einum dómara. Það varð annað sætið og ætla ég alls ekki að tjá mig um sætisröðunina,enda sá ég ekki marga hesta. En ef ég ber saman þessa einkunn við aðrar einkunnir sem við höfum hlotið á þessu sumri er alls ekkert samræmi í því. Læt fylgja með slatta af myndum, myndir er ekki allt og geta líka verið misvisandi, en ef margar góðar myndir koma út úr einni sýningu segir það samt ýmislegt. |
Kraflar | ||
Vakar | ||
Háfeti |