Héðan er svo sem lítið að frétta, veðrið er búið að vera frábært í nokkra daga, sól og blíða. Eftir Íslandsmótið er búið að vera rólegt hjá okkur. Höfum riðið út og geldingar eru í aðalhlutverkinu núna og ekki veitir af, því þeim var lítið riðið í fyrra vegna pestarinnar og voru feitir og stirðir til að byrja með. En þeir eru að koma til og eru bara að verða skemmtilegir hestar. Einnig erum við að þjálfa nokkur hross sem eru að fara á kynbótasýningu á Hellu í þar- næstu viku. Fórum í bíltúr fyrir nokkrum dögum, með hryssu sem var að fara til Álffinns og fyrst við vorum komin þetta langt skruppum við í Ármót til að skoða Álfadísi og folaldið hennar en hún er búin að vera hjá Sæ síðan 5. júlí. Þar var allt í stakasta lagi og var ekki annað að sjá en að þeim mæðginum liði vel í girðingunni. Tók nokkarar myndir af þeim en það var ekki auðvelt því linsan er alveg búin að gefa sig, en náði nokkrum samt. Á sem betur fer von á nýrri linsu í dag. Folaldið er fjórða afkvæmi Orra og Álfadísar, ég var búin að panta rauðskjótta hryssu, en það misfórst eitthvað. |
Það er fallegt í Landeyjunum | |
Ekki slæmt að eiga sína fyrstu daga á svona stað. |
Myndir: Gangmyllan