Í vor skrifaði ég um og birti myndir af Grábrá frá Ketilsstöðum og dóttir hennar Ófeig frá Öst. Ég sagði frá Því að Grábrá hefði verið seld Christinu Bach Sörensen í Danmerku sem tryppi og farið úr landi fylfull við Kraflari. Eins og til stóð var hún sýnd aftur í kynbótadóm, en fyrir var hún með 7,80 í aðaleinkunn og töldum við víst að hún ætti inni, Í þetta sinn fór þetta nokkurn vegin eins og til var ætlast og birti ég nýja dómin hér fyrir neðan. Grábrá er dóttir Bráar 8,10 sem er hér í ræktun hjá okkur og Brá er undan Orra frá Þúfu og Senu frá Ketilsstöðum 7,99. Dómurinn hennar varð svona,
Sköpulag: 7,5 8,5 8,0 8,5 8,0 8,5 8,5 8,0 samtals 8,29
Hæfileika: 8,5 8,5 5,0 8,5 8,5 8,5 8,5 samtals 7,92 Hægt tölt 8,5 Hægt stökk 8.5 Aðaleinkunn 8,07
Grábrá frá Ketilsstöðum, knapi Trine Risvang Myndir: ?
Fyrir stuttu síðan var synd önnur hryssa úr okkar ræktun,en hún var sýnd í Danmerku. Það er Skjóða frá Selfossi, hún er 9 vetra gömul og er dóttir Grýlu frá Stangarholti og Stíganda frá Leysingjastöðum. Skjóða er í eigu Bjarne Fossan, en hann bjó hjá okkur og vann með okkur um tíma. Málin æksluðust þannig að Bjarne fékk að halda Grýlu undir Stiganda og úr þvi kom Skjóða. Skjóða fór siðan til Noregs litið tamin 5 vetra gömul fylfull við Kraflari. Erligur prófaði Skjóðu hjá Bjarne siðastliðinn vetur og varð hrifinn af henni og úr því varð að hún kom til dóms í sumar, dómurinn hennar varð svona,
Sköpulag: 7.0 8,0 8,0 7,5 8,0 8,0 8,5 6,5 Samtals 7,85
Hæfileikar: 8,5 8,5 8,5 8,5 9,0 8,5 6,5 Samtals 8,44 Hægt tölt 8,5 Hægt stökk 7,5 Aðaleinkunn: 8,21
Skjóða frá Selfossi. knapi Erlingur Erlingsson Myndir: Tine Johansen