Vesta og Hugrún frá Hellubæ komu fram í fimm vetra flokki á Landsmótinu. Þær eru báðar frá Hellubæ í Hálsasveit í Borgarfirði. Mæður þeirra eru sammæðra og faðir þeirra er Álfur frá Selfossi. Hugrún er undan Þulu frá Hellubæ sem hlaut 8,26 í aðaleinkunn fjögurra vetra gömul, þ.a 9,0 fyrir tölt. Þula var sýnd aftur 6 vetra gömul og þá hlaut hún 8,44 í aðaleinkunn þ.a 9,5 fyrir tölt ss. báðir foreldrar Hugrúnar eru með 9,5 fyrir tölt. Þula er undan Golu Gáskadóttir frá Hellubæ og Kolfinni frá Kjarnholtum. Móðir Vestu er Vaka frá Hellubæ sem var í fjórða sæti í fjögurra vetra flokki á LM 2004, með aðaleinkunn 8,24. Líklega með hæðsta hæfileikadóm, sem fjögurra vetra klárhryssa hefur hlotið, 8,48. Móðir Vöku er Gola frá Hellubæ og faðir hennar er Feykir frá Hafsteinsstöðum.
Vesta hækkaði litillega í dóm á Landsmótinu en Hugrún lækkaði og birti ég hér hæðsta dóm þeirra beggja :
Vesta, sköpulag : 8,0 8,5 8.0 8,0 8,0 7.5 9.0 7,0 samtals 8,20 Hæfileikar : 8,5 8,5 5,0 8,5 8,5 9,0 8,5 samtals 8,00 hægt tölt 8,5 hægt stökk 8,5 aðaleinkunn 8,08
Hugrún sköpulag : 8,5 8,5 8,0 8,5 7,5 8,0 8,0 7,0 samtals 8,14 Hæfileikar : 8,5 8,0 7,0 8,0 8,0 8,5 8,0 samtals 8,04 hægt tölt 8,0 hægt stökk 8,0 aðaleinkunn 8,08
Hugrún og Vesta fylgdu báðar faðir sinum Álfi frá Selfossi þegar hann hlaut Sleipnisbikarinn og heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmótinu. Hugrún og Vesta eru ræktaðar af Gislínu Jensdóttir á Hellubæ, Vesta er í eigu Sigurðar Einarssonar á Hellubæ og Hugrún er í okkar eigu.
Vesta og Hugrún Hellubæ. Myndir: Gangmyllan, Sissel Tveten, Hestafréttir og Martina Gates