Fjórða hryssan er frá Syðri Gegnishólum, Skálm er á fjórða vetur, undan Myllu frá Selfossi og Leikni frá Vakursstöðum. Mylla er dóttir Kolfinns frá Kjarnholtum og Musku frá Stangarholti, Mylla kom fram vetrartamin á LM´02 á Vindheimamelum, fimm vetra gömul, hlaut 8.15 í aðaleinkunn og varð í sjötta sæti. Leiknir fór í 1. verðlaun fjögurra vetra gamall og hlaut 8, 28 fimm vetra gamall með m.a 9,5 fyrir vilja og geð.
Skálm frá Syðri Gegnishólum, knapi Henna Jóhanna Sirén Mynd: Gangmyllan