Næla frá Ketilsstöðum er á fjórða vetur, móðir hennar er Þerna frá sama bæ og Leiknir frá Vakursstöðum. Þerna er undan Sylgju frá Ketilsstöðum og Stíg frá Kjartansstöðum og Leiknir fór í fyrstu verðlaun fjögurra vetra gamall og 8, 28 fimm vetra gamall með m.a 9,5 fyrir vilja og geð. Næla á ellefu eldri systkini, þar af eru 4 með fyrstu verðlaun, tvö þeirra eru með 9,5 fyrir hægt tölt, tvö með 9,5 fyrir hægt stökk og eitt með 9,5 fyrir stökk. Mörg þeirra eru með 9,0 fyrir brokk og tölt. Enda hefur Þerna gefið úrvals klárhross. Þekktust þeirra eru þau Spes og Kraflar.
Næla frá Ketilsstöðum, knapi Elin Holst, mynd: Gangmyllan