Þegar við vorum í þýskalandi nýttum við tækifærið og heimsóttum Álfastein þar sem hann er staddur hjá Engelfjölskyldunni í Lindlar. Hann er búinn að vera staðsettur hjá þeim undanfarin þrjú ár og hefur verið mikið notaður af þeim og öðrum. Hann var í stórri og grasgóðri girðingu með fullt af hryssum en hann hafði samt alveg tíma til að heilsa upp á mig. Gaman var að sjá hvað hann var í flottu standi andlega og líkamlega. Nú er ævintýrið í Þýskalandi búið í bili, þriggja ára leiga búin og Álfsteinn á förum í haust, ekki veit ég hvert en vonandi verður það á stað í sama gæðaflokki og þessum stað.
Yndislegt að hitta gamlan félaga í góðu standi, Álfasteinn og Olil, mynd Nina Engel