Sprengja frá Ketilsstöðum er 7 vetra klárhryssa undan Ljónslöpp frá Ketilsstöðum og Gígjari frá Auðsholtshjáleigu. Ljónslöpp er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og er undan Snekkju frá sama bæ og Oddi frá Selfossi. Sprengja er fimmta afkvæmið hennar Ljónslappar sem er að fara yfir 8,00 í aðaleinkunn. En hin eru Tjörvi, Ljóni, Hlébarði og Katla og svo eru Brana og Simbi í rétt tæplega 8,00. Gígjar frá Auðsholtshjáleigu er með 1 verðlaun fyrir afkvæmi og er undan Hrafntinnu frá Reykjavík og Orra frá Þúfu.
Sprengja var synd fyrst í kynbótadóm sex vetra gömul og hlaut í aðaleinkunn 7,91.. Sprengja er kraftmikil og efnileg tölthryssa með mikla útgeislun og erum við nokkuð viss með að hún komi til með að henta vel í töltkeppni. Í ár hækkaði hún dóminn sinn töluvert, dómurinn hennar varð þannig: Sköpulag: 8,0 8,5 8,5 7,5 8,0 7,0 8,0 8,0 samtals 7,99
Hæfileikar: 9,0 8,5 5,0 8,0 8,5 9,0 8,0 Samtals 8,05 hægt tölt 9,0 Hægt stökk 5,0 Aðaleinkunn 8,03
Sprengja frá Ketilsstöðum, knapi Olil Amble Myndir Gangmyllan