Ester frá Ketilsstöðum er fimm vetra gömul hryssa undan Hlin frá Ketilssstöðum, sem er undan Kjark frá Egilsstaðabæ og heiðursverðlaunahryssunni Vakningu frá Ketilsstöðum. Hlín er með fyrstu verðlaun og önnur afkvæmi hennar yfir 8,0 í aðaleinkunn eru Prýði, Hvellhetta og Hetta en hún var í íslenska landsliðinu á nýafstöðnu heimsmeistaramóti. Faðir Esterar er Gustur frá Hóli, sem er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og vart þarf að kynna meira. Ester er harðviljug flugvökur alhliðahryssa, þetta var í fyrsta skipti sem Ester kom til dóms.
Dómurinn hennar hljóðar þannig: Sköpulag 8,0 8,0 8,0 8,0 8,0 8,0 8,0 9.0 Samtals 8,04 Hæfileikar: 8,0 7,0 9.0 7,5 8,5 8,0 7,5 Hægt tölt 7,5 Hægt stökk 7,0 Samtals 8,05 Aðaleinkunn 8,04
Ester frá Ketilsstöðum, knapi var Bergur Jónsson. Myndir: Gangmyllan