Marion frá Syðri Gegnishólum er fimm vetra hryssa undan Muggu frá Kleifum og Ljóna frá Ketilsstöðum. Mugga er undan Hnokka frá Steðja og Lygnu frá Kleifum, sem var með fyrstu verðlaun. Marion er fimmtánda og síðasta afkvæmið hennar Muggu og afkvæmi númer tvö til að fara yfir átta. En það eru aðeins þær alsystur Mugga og Marion sem hafa gert, báðar náð því fimm vetra gamlar. Alls eignaðist Mugga fimm hryssur, ein þeirra fórst sem folald en hinar tvær þær Lygna og Muska hafa reynst frábærar ræktunarhryssur þótt ekki hafi þær hlotið fyrstu verðlaun sjálfar. Mugga yngri, alsystir Marionar hlaut 8,18 í aðaleinkunn á LM í fyrra og 10 sætið í fimm vetra flokki. Ljóni faðir þeirra er með 8,47 í aðaleinkunn og móðir hans er heiðursverðlaunahryssan Ljónslöpp frá Ketilsstöðumm og faðir hans Álfasteinn frá Selfossi sem einnig hefur uppfyllt lágmarkskröfur til heiðursverðlaunar fyrir afkvæmi.
Marion mjög efnileg og hreyfingamikil alhliðahryssa og dómurinn hennar varð þannig: Sköpulag: 8,0 8,0 7,5 8,0 8,5 7,5 8,5 7,0 = 8,04
Hæfileikar: 8,5 8,0 7,0 7,5 8,0 8,5 8,0 Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk 7,0 = 8,0 Aðaleinkunn: 8,02
Marion frá Syðri Gegnishólum, knapi Bergur Jónsson. Myndir: Gangmyllan