Sá þessa flottu mynd af Sirkus frá Syðri Gegnishólum en hann er sonur Grýlu frá Stangarholti og Sæla frá Holtsmúla. Sæli er albróðir Suðra frá Holtsmúla og eru þeir undan Skálm frá Köldukinn og Orra frá Þúfu. Sirkus er búinn að vera staðsettur í Sviss undanfarin ár og er í eigu Söndru Scherrer. Þessi mynd er tekinn í Nauler í Þýskalandi á semeiginlegu úrtökumóti þjóðverja, svisslendinga. Sandra og Sirkus tóku þátt í fjórgangi V2 og enduðu í 7. sæti í B úrslitum. Sirkus er efnilegur fjórgangari og voru þau Sandra að taka sín fyrstu skref í keppni á þessu ári. Það er ekki erfitt að sjá að hann kippir í kynið og verður gaman að fylgjast með þessu pari á keppnisbrautinni á næstu árum.